Bók um upplýsingatækni í leikskólum

Síðan 2015 hef ég verið í samnorrænu netverki DILE (DIgital LEarning in preschools) um upplýsingatækni leikskólum með samstarfsmanni mínum Torfa Hjartarsyni, starfsfólki leikskólans Nóaborg og Kristínu Hildi Ólafsdóttur frá Reykjavíkurborg.  Verkefnið var unnið með þátttöku allra Norðurlandanna og voru þátttakendur frá hverju Norðurlandanna; einn leikskóli, sveitarfélag og háskóli sem menntar leikskólakennara.

Ný hefur afrakstur verkefninsins birst á í rafbók . Íslenski kaflinn er skrifaður af Torfa Hjartarsyni og undirritaðri og hefst á bls. 77. Ég mæli með því að þið kíkið á hana.

Bókin er gefin út af Nordplus og má nálgast hana þar. 

bdile_cover

Auglýsingar

Að banna eða ekki banna

Greinin Nokkur orð um snjalltæki og samfélagsmiðla á vefmiðlinum Austurfrétt varð Birni Gunnlaugssyni innblástur í færslu á Facebook. Í greininni ræðir formaður Fræðslunenfdar Fjarðarbyggðar þá ákvörðun  að banna skuli nemendum að nota eigin snjalltæki í skólanum.  Björn fer xsíðan stórum í pistli seínum enda mikill talsmaður þess að nota og leyfa tækni.

Að banna eða banna ekki, er ekki rétta spurningin í þessari umræðu. Hvernig, hve mikið og að hvað er betri spurning.

Áhyggjur og vandmálin sem fylgja of mikilli skjánotkun eru raunveruleg.  Gögn frá Rannsóknum og greiningum voru notuð til að skoða tengsl milli skjátíma og mental wellbeing 10-12 ára barna. (Fei Yang,  Ásgeir R. Helgson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Álfgeir Logi Kristjánsson, 2013). Þær fimm gerðir skjánotkunar sem spurt var um tengdust allar þannig að eftir því sem hún var meiri voru vísibendingar um vellíðan verri, áhugaleysi, lystarleysi, einmannakennd, vera gráti nærri, svefnvandamál, depurð og vonleysi. „All five screen-based activities were significantly associated with all seven well-being indicators (P < 0.001) with symptoms being more common with increased time spent on screen use.“   Hér reyndar er ekki vitað hvort kemur á undan hænan eða eggið.   Athugið hér líka eru ekki ný gögn og höfundar benda á ýmis önnur vandamál tengd skjátíma, vandamál með athygli og árásargirni.

Bandarísku barnalæknasamtökin hafa sett fram viðmið um skjátíma  https://www.aap.org/en-us/Documents/digital_media_symposium_proceedings.pdf bls 5  . En skiljanlega setja þeir ekki viðmið fyrir skóla og treysta skólafólki fyrir því, þeir leggja bara áherslu á það að skólar séu staðirnir til að kenna viðeigandi, jákvæða og örugga notkun á rafrænum miðlum. „Recommendations for Educators Educators can play a key role in teaching media literacy to their students. As technology rapidly enters the classroom, educators may guide students to engage in appropriate, positive, and safe ways to utilize these helpful digital resources. “(AAP, 2017.

Þar komum við að kjarna málsins, það er okkar hlutverk í skólum.  Þá getum við ekki bannað tækin, en við getum takmarkað notkun þeirra. En við erum enn að læra hvernig.  Bæði hvernig á að takmarka og hvernig á að kenna.   Ég sé á spjaldtölvuvef kópavogs t.d. fjölskyldusamning http://spjaldtolvur.kopavogur.is/wp-content/uploads/2017/08/fjolskyldusamningur-um-spjaldtolvu-tolvu-og-sima.pdf  og handbók nemenda http://spjaldtolvur.kopavogur.is/wp-content/uploads/2018/08/Handbok-nemenda-2018-19.pdf þegar Birni hefur runnið reiðin gefur hann kannski meiri upplýsingar um hvernig eigi að framkvæma þetta með skynsamlegum hætti.

Á meðan held ég áfram að reyna að nesta kennaranema með hugmyndum um það hvernig sé hægt að nota tækin með skynsamlegum hætti því margt er hægt að gera með þeim sem er jákvætt og uppbyggilegt.  Hér er hjálpartækið mitt í því https://sites.google.com/view/skolaut. Frábært væri  að við skiluðum nemendum úr skólunum sem gætu allt sem Björn gerir með símanum sínum.  Ég ætla ekki að þreyta ykkur á upptalningu á öllu því sem tæknin gerir mögulegt í skólastarfi en ágæt byrjun eru skýrslurnar hér http://spjaldtolvur.kopavogur.is/rannsoknir-og-skyrslur/ Vefurinn hennar Fjólu http://fikt.kopavogur.is/  og sögur úr Nordpulusverkefninu DILE þar sem áherslan er á sköpun og tjáningu leikskólabarna með upplýsingatækni https://dileprojekt.wordpress.com/ .

Fei Yang, Asgeir R. Helgason, Inga Dora Sigfusdottir, Alfgeir Logi Kristjansson; Electronic screen use and mental well-being of 10–12-year-old children, European Journal of Public Health, Volume 23, Issue 3, 1 June 2013, Pages 492–498, https://doi.org/10.1093/eurpub/cks102

https://www.aap.org/en-us/Documents/digital_media_symposium_proceedings.pdf

Viðbót, geta skólar bannað snjalltæki, já trúlega geta þeir bannað nemendum að nota sín snjalltæki en til að geta sinnt hlutverki sínu og menntað nemendur til alskyns hæfni sem kveðið er á um í námskrám þarf tæki.

Aðalnámskrá grunnskóla 2013, bls. 90

Nýting miðla og upplýsinga.

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

• nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu,
• notað sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda,
• sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og heimilda og verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekur ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum.

Ívefja frá Facebook

Eitt sem hefur farið i taugarnar á mér er að geta illa deilt myndum af facebook, nú var ég að vafra um bókin og sá þessa fínu mynd af heimabænum og ætlaði að stela en þá var ekki „hlaða niður“ hnappurinn sjáanlegur.  En í stað var skipunin „ívefja“ svo hér prófa ég þennan fítus hér á wordpress

ivefja

og hér er svo ívefjan:  (ég er líka ánægð með þetta orð ívefja fyrir „embed“
https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fphoto.php%3Ffbid%3D10153473090542615%26set%3Da.10150307822182615%26type%3D3&width=500

Makey-VEXA kynning á Menntakviku

Á Menntakviku 2018 kynntum við þrjú rannsóknir okkar á snillismiðjum í grunnskólaum og miklum kvennskörungum.

Frumkvöðlar og snillingar í skapandi starfi með stafræna tækni
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ, Svava Pétursdóttir, lektor, MVS, HÍ, og Torfi Hjartarson, lektor, MVS, HÍ
Þetta rannsóknarverkefni snýst um hóp kvenna sem kallar sig VEXA og vinnur saman að þróun og eflingu snillismiðja. sköpunarsmiðja eða gervera (e. makerspaces) í íslenskum grunnskólum. Konurnar eru allar frumkvöðlar á sviði tækninotkunar í menntun barna og unglinga í mismunandi störfum innan
menntageirans. Markmið þeirra er að með hjálp stafrænnar tækni og skapandi greina verði nemendur framtakssamir hönnuðir fremur en þiggjendur á tæknisviðinu. Fylgst er með samvinnu þeirra og þróunarstarfi við að efla stafrænt læsi og nýsköpun meðal nemenda. Hér er sérstaklega litið til snillismiðju á vegum einnar úr VEXA-hópnum. Þar fást valdir nemendur úr nokkrum aldurshópum við
ýmsa tækni í svonefndri Snillismiðju, eru í hlutverki snillinga á því sviði, læra til verka, einkum á sviði stafrænnar tækni, og bjóða að því búnu öðrum nemendum til þátttöku í vinnustundum og menntabúðum. Í málstofunni verður sagt frá fyrstu niðurstöðum úr ýmsum athugunum á starfi í smiðjunni en þar er byggt á heimsóknum í smiðju og menntabúðir, viðtalsgögnum og upptökum á

 

Sögur af upplýsingatækni í leikskólum

Annað verkefnið sem ég kynnti með kollegum mínu var um afrakstur síðasta árs í DILE verkefninu.

DILE – Norrænt samstarfsnet um upplýsingatækni og skapandi starf í leikskólum
Torfi Hjartarson, lektor, MVS, HÍ, og Svava Pétursdóttir, lektor, MVS, HÍ

Glærurnar eru fullar af myndum og gefa bara óljósa mynd en, um þetta má lesa á bloggi verkefnisins https://dileprojekt.wordpress.com

Ágripið:

Upplýsingatækni býður upp á nýjar leiðir í námi og skapandi starfi á öllum skólastigum og á allra síðustu árum hafa sveitarfélög, mörg hver, lagt aukna áherslu á möguleika fólgna í notkun fartækni í leikskólastarfi, spjaldtölvur og snjallsíma, og raunar fleira tengt tækni í skapandi leik. Samstarfsnet byggt á NordPlus-verkefninu DILE (Digital Learning in Preschool) hefur leitast við að þróa og rannsaka notkun stafrænna verkfæra í leikskólum. Þátttakendur eru leikskólakennarar, stjórnendur leikskóla á sveitarstjórnarstiginu og rannsakendur frá öllum Norðurlöndunum. Til að kortleggja og efla notkun á spjaldtölvum og öðrum stafrænum verkfærum í leikskólum eru rýnd fyrirliggjandi skrif, leikskólar og háskólar í fimm löndum sóttir heim, rætt við starfsfólk og skipst á hugmyndum og reynslusögum á alþjóðlegum fundum, samfélagsmiðlum og þar til gerðum vef. Þróunarstarf og tilraunir hafa gefist vel; tæknin kemur að miklu gagni í sérkennslu og í almennu starfi gengur vel að ýta undir ýmiss konar ígrundun barnanna, samskipti, miðlun og sköpun, ekki síst með myndatökum og ýmsu sem þeim tengist. Tæknin kemur líka að góðum notum við skráningu á uppeldisstarfinu og í samstarfi við foreldra. Hér verður sagt frá ýmsu því sem verkefnið hefur skilað og greint frá hugmyndum um næstu skref.

Kennsluleiðbeiningar um stafræna borgaravitund

Nýbakaður meistari Edda Rut Þorvaldsdóttir kynnti með okkur meistaraverkefnið sitt á Menntakviku 2018. Í verkefninu sínu setti hún saman kennsluleiðbeiningar með verkefnum um stafræna borgarvitund. Verkefnin má finna á Skemmu en til stendur að birta þær á vef SAFT

  • Ég á lítinn skrítinn skugga – Kennsluleiðbeiningar með verkefnum um stafræna borgaravitund. Edda Rut Þorvaldsdóttir, meistaranemi, MVS, HÍ, Lilja M. Jónsdóttir, lektor, MVS, HÍ, og Svava Pétursdóttir, lektor, MVS, HÍ

    Þetta verkefni snýst um kennsluleiðbeiningar fyrir kennara með verkefnum sem hafa það að markmiði að hjálpa nemendum að vera ábyrgir á samfélagsmiðlum, gera þeim grein fyrir hættunum sem geta fylgt því að verja of löngum tíma inni á slíkum miðlum daglega og að setja sér mörk. Einnig á að hjálpa nemendum að nýta krafta samfélagsmiðla og styrkja þá með menntun og hæfni til að taka þátt í stafrænu samfélagi. Markmiðið með kennsluleiðbeiningunum er að gera kennurum kleift að vinna verkefni með nemendum sínum sem fá þá til að bera meiri ábyrgð á eigin gjörðum á samfélagsmiðlum og gera sér grein fyrir því að þar sé ekki allt sem sýnist, sem og að þeir átti sig á að sú glansmynd sem slíkir miðlar geta gefið af lífi fólks eigi sér stundum litla stoð í raunveruleikanum. Verkefninu fylgir fræðileg greinargerð um þýðingu verkefnisins, bakgrunn þess og hugmyndafræði. Greinargerðin fjallar um stafræna borgaravitund, rannsóknir á snjalltækjanotkun ungmenna, forvarnir, námskenningar og gerð og notkun kennsluleiðbeininga ásamt því hvernig þær tengjast aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni, hæfniviðmiðum, kennsluháttum og kennsluaðferðum. Kennsluleiðbeiningunum fylgja 13 verkefni sem voru unnin út frá níu þáttum stafrænnar borgaravitundar, en þeir eru: aðgengi, verslun, samskipti, læsi, siðferði, lög og reglur, réttindi og ábyrgð, heilsa og velferð og öryggi. Kennsluleiðbeiningarnar eiga að sýna hvernig hægt er að skipuleggja fjölbreytta kennslu um stafræna borgaravitund og um leið að þjálfa nemendur í að vera ábyrgir notendur í stafrænum heimi.

Það var mjög gaman að vinna með Eddu Rut, hún var með mjög skýrar hugmyndir um hvað hún vildi gera og gat nýtt reynslu sína úr kennslu og kennaranámi til að skrifa leiðbeinigar sem byggja á fjölbreyttum kennsluaðferðum og eru um leið notendavænar og skýrar.