Brúarsmíði í Brussel

 

Þetta blogg er skrifað fyrir eTwinning og birtist fyrst á https://etwinningisl.wordpress.com/2019/06/03/bruarsmidi-i-brussel/   Nú varð mér hugsað til hans þegar þessi verkefni fara að hefjast.


Við kennslukonur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands vorum kátar að vera boðnar á eTwinning vinnufund í Brussel sem meðal annars hafði það að markmiði að finna félaga í ný verkefni.  Rúmlega hundrað kennaramenntarar og landsfulltrúar frá 34 löndum sátu fundinn.  Tæpur helmingur hafði verið í verkefnum í vetur og gátu miðlað af reynslu sinni og hugmyndum en meirihlutinn er þó að stíga sín fyrstu skref í eTwinning í kennaramenntun.

2019-05-29_kristin_JesusSpann.jpg

Halda áfram að lesa

Skiptinám og alþjóðavæðing í kennaranámi

4.-5. desember  sat ég ráðstefnu Erasmus+ TCA Enhanching student mobility in Teacher Education, haldin af Rannís og Finnish national agency for education.  Umræðuefnið er áhugavert, sérlega fyrir okkur við Menntavísindasvið þar sem Erasmus fólkið hér segist senda 350 manns úr landi árlega en einungis 5-10 úr menntavísindum. Rétt er samt að segja að margir kollegar mínir eru í alþjóðlegum samskiptum sem fela í sér heimsóknir með nemendahópa, t.d. tengt náttúrufræði og útinámi.

christmasparty2009

Á ráðstefnunni varð mér oft hugsað til áranna í Leeds og hvað það var mikill lærdómur að kynnast fólk og skólakerfum frá öllum heimshornum, en hér eru félagar mínir úr doktorsnáminu frá Kína, Kenya, Oman og Indlandi.

Halda áfram að lesa

Bók um upplýsingatækni í leikskólum

Síðan 2015 hef ég verið í samnorrænu netverki DILE (DIgital LEarning in preschools) um upplýsingatækni leikskólum með samstarfsmanni mínum Torfa Hjartarsyni, starfsfólki leikskólans Nóaborg og Kristínu Hildi Ólafsdóttur frá Reykjavíkurborg.  Verkefnið var unnið með þátttöku allra Norðurlandanna og voru þátttakendur frá hverju Norðurlandanna; einn leikskóli, sveitarfélag og háskóli sem menntar leikskólakennara.

Ný hefur afrakstur verkefninsins birst á í rafbók . Íslenski kaflinn er skrifaður af Torfa Hjartarsyni og undirritaðri og hefst á bls. 77. Ég mæli með því að þið kíkið á hana.

Bókin er gefin út af Nordplus og má nálgast hana þar. 

bdile_cover

Að banna eða ekki banna

Greinin Nokkur orð um snjalltæki og samfélagsmiðla á vefmiðlinum Austurfrétt varð Birni Gunnlaugssyni innblástur í færslu á Facebook. Í greininni ræðir formaður Fræðslunenfdar Fjarðarbyggðar þá ákvörðun  að banna skuli nemendum að nota eigin snjalltæki í skólanum.  Björn fer xsíðan stórum í pistli seínum enda mikill talsmaður þess að nota og leyfa tækni.

Að banna eða banna ekki, er ekki rétta spurningin í þessari umræðu. Hvernig, hve mikið og að hvað er betri spurning. Halda áfram að lesa

Ívefja frá Facebook

Eitt sem hefur farið i taugarnar á mér er að geta illa deilt myndum af facebook, nú var ég að vafra um bókin og sá þessa fínu mynd af heimabænum og ætlaði að stela en þá var ekki „hlaða niður“ hnappurinn sjáanlegur.  En í stað var skipunin „ívefja“ svo hér prófa ég þennan fítus hér á wordpress

ivefja

og hér er svo ívefjan:  (ég er líka ánægð með þetta orð ívefja fyrir „embed“
https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fphoto.php%3Ffbid%3D10153473090542615%26set%3Da.10150307822182615%26type%3D3&width=500

Makey-VEXA kynning á Menntakviku

Á Menntakviku 2018 kynntum við þrjú rannsóknir okkar á snillismiðjum í grunnskólaum og miklum kvennskörungum.

Frumkvöðlar og snillingar í skapandi starfi með stafræna tækni
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ, Svava Pétursdóttir, lektor, MVS, HÍ, og Torfi Hjartarson, lektor, MVS, HÍ
Þetta rannsóknarverkefni snýst um hóp kvenna sem kallar sig VEXA og vinnur saman að þróun og eflingu snillismiðja. sköpunarsmiðja eða gervera (e. makerspaces) í íslenskum grunnskólum. Konurnar eru allar frumkvöðlar á sviði tækninotkunar í menntun barna og unglinga í mismunandi störfum innan
menntageirans. Markmið þeirra er að með hjálp stafrænnar tækni og skapandi greina verði nemendur framtakssamir hönnuðir fremur en þiggjendur á tæknisviðinu. Fylgst er með samvinnu þeirra og þróunarstarfi við að efla stafrænt læsi og nýsköpun meðal nemenda. Hér er sérstaklega litið til snillismiðju á vegum einnar úr VEXA-hópnum. Þar fást valdir nemendur úr nokkrum aldurshópum við
ýmsa tækni í svonefndri Snillismiðju, eru í hlutverki snillinga á því sviði, læra til verka, einkum á sviði stafrænnar tækni, og bjóða að því búnu öðrum nemendum til þátttöku í vinnustundum og menntabúðum. Í málstofunni verður sagt frá fyrstu niðurstöðum úr ýmsum athugunum á starfi í smiðjunni en þar er byggt á heimsóknum í smiðju og menntabúðir, viðtalsgögnum og upptökum á