Hvað eru samfélagsmiðlar ?


Ég er að lesa bókin „Using social media in the classroom“ eftir Megan Poore. Mæli eindregið með þessari bók, hún er einföld og skýr og gerir ráð fyrir að þessir miðlar munu breytast svo þetta er ekki skref fyrir skref bók, heldur bók sem hjálpar til við að hugsa um tilgang og notkun samfélagsmiðla í kennslu. Bókinni fylgir líka skrambi gott wiki, sett upp af http://usingsocialmediaintheclassroom.wikispaces.com/ 

Social media hef ég kallað samfélagsmiðla, séð Sólveigu Jakobsdóttur kalla félagslega miðla og svo aðra kallað þá félagsmiðla.
Mér fannst samfélagsmiðlar allta passa best þar flestir samfélagsmiðlar eru þess eðlis að þar getur einstaklingurinn birt, skoðanir, skrif og verk og aðrir haft skoðanir á þeim eða tekið þátt í sköpuninni.

Poore hefur víðari skilning á hvað social media sé. Hún fellir í raun allt undir sama hatt og talar um að allir, miðlar, tæki og forrit sem web2.0 sem hún kallar read-write miðla séu social media.

Að mörgu leiti er það góður skilningur að vera ekkert að flokka of mikið því flestir miðlar sem í boði eru bjóða upp á einhverskonar þátttöku sem er þá social.

Annað sem mér finnst hún strax á fyrstu blaðsínum gera skýrt er munurinn á internet og veraldarvefnum (the web). Netið sé sá strúktúr sem leyfir flutning á stafrænum gögnum, en veraldarvefurinn sé á internetinu og nýtir það til að dreifa efni. Þannig sé smáforrit/öpp í spjaldtölvum og snjallsímum ekki hluti af veraldarvefnum en nýti internetið til að flytja stafrænar upplýsingar. Þetta vakti sérstaklega athygli mína því nýverið átti ég samtal við prófarkalesara nýrra námsskráa sem talaði um að það hefði verið misræmi milli faggreina hluta hvort talað var um veraldarvefinn eða internetið.
Þetta eru kannski gömul sannindi fyrir suma en ég hafði allavega aldrei hugleitt þennan mun.

Auglýsingar