Verkefnastjórar við Menntavísindasvið

Innskot

Hér til hliðar sést ég og samstarfsfólk mitt sem vinnum að eflingu náttúrufræðimenntunar. Myndin var tekin á upplýsingafundi um tilurð starfa okkar og hvað það er sem við erum að brasa við í vinnunni. Sjá frétt af síðu Menntavísindasviðs. http://www.hi.is/frettir/fimm_nyir_starfsmenn_vid_menntavisindasvid

Auglýsingar

Nestisspjall við Menntavísindasvið

Í dag var nesstisspjall á Menntavísindasviði um samfélagsmiðla í kennslu, miklar og skemmtilegar umræður urðu eftir smá innlegg frá mér (sjá glærur neðar). Greinilegt er að þeir sem mættu hafa áhuga á að fylgjast með og að það sé full ástæða fyrir þá sem mennta kennara að vera meðvitaðir um hverjir séu möguleikar samfélagsmiðla i menntun á öllum skólastigum