Sýndartilraunir

Miðvikudaginn 15. nóvember verða menntabúðir um sýndartilraunir. Þar ætla ég að sýna það sem ég veit um.  Þessi færsla er svona aðallega til að hafa alla tenglana á einum stað.

Í námi mínu lagði ég töluverðan tíma í að skoða allskonar vefgræjur sem nýst gætu í náttúrufræðikennslu fyrir íslenska nemendur. Tilgangurinn var ma. sá að velja síður eða forrit til að nota í íhlutun sem var síðasti hluti rannsóknar minnar.

Þær kríteríur sem ég setti upp voru í stórum dráttum þessar:

 • efnið átti helst að vera á íslensku eða mátti ekki gera of miklar kröfur til þess að nemendur kynnu ensku
 • efnið átti helst að vera gagnvirkt, það er nemendur áttu að geta verið virkir notendur, breytt einhverju haft áhrif á hvað gerist.
 • efnið átti að rúmast innan þess sem ætlast er til að íslenskir grunnskólanemendur áttu að læra samkvæmt námskrá og miðað við þær kennslubækur sem voru í notkun.

Það verður nú að segjast að það var ekki margt sem ég fann en samt nóg.  Hér  er listi yfir það sem ég ætla að benda þátttakendum í Menntabúðum um sýndartilraunir á, þar eru bæði vefsíður sem ég hef reynslu af og ekki.

Algodoo, forrit til að búa til hermilíkön, eðlisfræði, byggja hluti úr allskonar hlutum.  Ég hef reyndar ekki náð almennilega tökum á hvernig þetta yrði notað, en mun ræða það við þátttakendur. Hér eru samt nokkrar hugmyndir í myndbandi.

Sunny Meadows er hermilíkan sem hermir eftir þróun vistkerfis þar sem nemendur ráða fjölda lífvera í byrjun. http://puzzling.caret.cam.ac.uk/game.php?game=foodchain%20 : Þrælvirkar, nemendur læra og hafa gaman af.sunny_meadows

Circuit World – circuit_world búa til rafrásir

Rafmagn frá BBC hentar yngstu nemendunum http://www.bbc.co.uk/schools/scienceclips/ages/8_9/circuits_conductors_fs.shtml

Meira rafmagn http://resources.schoolscience.co.uk/BritishEnergy/11-14/circh1pg1.html

Kjarnaklofnunarver, hermilíkan á þýsku, samt skemmtilegt og skýrt
Kjarnorkuver, hermilíkan á ensku, svolítið flókið en gæti verið skemmtilegt fyrir áhugasama.

clickandclone  Click and clone, hermir eftir klónun, bara ein leið fær, en nemendur fá góða innsýn í ferlið við að fara í gegnum sýndartilraunina.
Svo verða fleirri framlög í menntabúðunum. Haukur Arason mun segja frá  PhET Hermilíkönum og sýndartilraunum  bæði úr efnafræði og eðlisfræði.  BEd verkefni Önnu S. Sigurjónsdóttur um þessar sýndartilraunir er áhugavert og því fylgir vefur með góðum útlistunum á nokkrum tilraunum og hvernig megi nýta þær í kennslu http://edlisfraedikennsla.wordpress.com/gagnvirkir-visindahermar/ (sjá niðri til hægri, notkun sýndartilrauna).

Eiríkur Örn Þorsteinsson gerði BEd verkefni um varmafræði fyrir unglingastig grunnskóla þar sem hann notar Phet.

Vonandi koma svo fleirri en það kemur bara í ljós.

Það er ný líklega mjög ófaglegt að segja græja eða vefsíða en rétt málnotkun myndi vera að segja hermilíkan eða sýndartilraun. 

Þegar ég segi hermilíkan (e. simulation) þá er átti við rafræna líkingu sem hermir eftir einhverju kerfi eða umhverfi, en inniver einnig kennsluhluta sem hjálpa nemandanum að skoða, ferðast um og fræðast um það kerfi eða umhverfi sem ekki er hægt að gera í tilraun (eða einfaldar það allavega til muna). Hermilíkön eru gerð til að kenna staðreyndir, gang kerfa eða ferla og hvernig þau virka.

Í sýndartilraun gerir nemandinn  athugun eða tilraun í tilbúnum aðstæðum, jafnvel í hermilíkani.

Kostir sýndartilrauna og hermilíkana er að gefa tækifæri á að setja fram, skýra og skoða  fyrirbæri sem eru of stór, lítil, dýr, hættuleg, taka og langan tíma eða gerast of hratt til að hægt sé að sjá það eða líkja með öðru móti eftir í skólastofunni.

Rannsóknir gefa varfærnar vísbendingar um að notkun sýndartilrauna og hermilíkana geti:

 • haft jákvæð áhrif á hugtakanám, þ.e. skilning á fyrirbærum
 • gert nemendur hæfari við að spá og skýra fyrirbæri
 • gert nemendur hæfari að koma útskýringum á fyrirbærum í orð

Helstu gagnrýniraddir hafa sagt að nauðsynlegt sé að gera raunverulegar tilraunir og athuganir og það er líklega alveg rétt.  Það skiptir einnig máli hvernig sýndartilraunir eru notaðar. Nemdur þurfa stuðning við að vinna við þær, almennilegar leiðbeiningar og útskýringar. Það er gefa þarf athöfninni markmið og setja hana í samhengi við raunveruleikann.  Því er haldið fram að best sé að nota sýndartilraunir og hermilíkön í tengslum við verklegar æfingar þegar því er við komið, að nýta þær sem framlengingu og viðbót frekar en að koma algerlega í staðinn fyrir raunæfingar.

Bæði úr öðrum skrifum og minni rannsókn má sjá að:

 • það að nemendur séu virkir gefur góða raun
 • viðbót og útlit skiptir máli, að notandinn sé leiddur í gegnum ferlið eða að það sé augljóst hvað gera eigi næst og hvenær rétt sé að stunda óstýrða athugun.
 • að nemendur nota fyrri þekkingu við að vinna með hermilíkönin.
 • að það að hermilíkanið kenndi eitthvað sem er til námsmats hefur áhrif á notkun

ps. fyrir spjaldtölvur má finna heil ósköp af forritum sem eru sýndartilraunir eða hermilíkön en umfjöllun um slíkt bíður betri tíma.

Auglýsingar

Samfélagsmiðlar í tungumálakennslu

Í dag var ég að tala við dönskukennara um möguleika samfélagsmiðja í þeirra kennslu.  Félag dönskukennara er greinilega öflugt og flott félag. Heldur reglulega flotta fræðlusfundi. Ég spjallaði aðeins við tvo þeirra og í báðum samtölum kom fram að dönskukennarar segjast berjast fyrir tilveru fagsins. Í morgun voru líka kennaranemar á fyrsta ári að segja frá vettvangsnámi sínu. Þau áttu að draga fram það áhugaverðasta sem þau höfðu séð og heyrt í vikunni. Einn hópurinn dró fram tungumálanám, þau höfðu sér frönskukennlu ungra nemenda, 1-3 bekk minnir mig og úr því spannst aðeins umræða um tungumálanám og vildu þau sum meina að danska væri á útleið sem kennslugrein í grunnskóla. Einhverntíman hefði ég verið sammála þeim enda alltaf verið hrifnari af ensku. En raunin er að við íslendingar höfum svo mikil tengsl við aðra norðurlandabúa að það er hreinlega skynsamlegt að geta allavega bjargað sér á dönsku. Fyrir utan allan fjöldann sem fer í framhaldsnám á norðurslóðir.  Lifi danskan!

Ég talaði við dönskukennarana um samfélgasmiðla almennt en reyndi að leggja áherslu á þá miðla sem gætu nýst í tungumálakennslu. Svo sýndi ég þeim Talking Ginger, hlýtur að vera hægt að nota hann í tungumálanámi að heyra eigin framburð hjá fyndnum ketti eða einhverjum af félögum hans.

sem finna má bæði á Playstore fyrir Android og Appstore fyrir ipad og iphone

Rafræn próf og spurningagræjur

Núna eru aðrar Menntabúðir í upplýsingatækni þennan veturinn.  Skrýtið hvað mér finnst ég ekkert kunna þegar ég ætla að setja eitthvað skipulega fram. Allavega í þetta skiptið vek ég athygli á rafrænum græjum til að leggja fyrir nemendur, spurningar, próf og kannanir. Sé  reyndar að stundum eru svona græjur kallaðar „classroom management system“.

Ég kynntist http://socrative.com/  hjá henni Önnu Helgu Jónsdóttur ( hér talar hún um Að kenna stórum hópum með vendikennslu og Socrative)  og hef kynnt það fyrir nokkrum kennarahópum þegar ég hef verið að tala um samfélagsmiðla.

Socrative virkar eins og ,,Clickers“ en hefur þá kosti að það virkar á pc vélum, símum og spjaldtölvum. Kennari stofnar reikning (frítt) og fær þá stofunúmer sem hann segir nemendum sem skrá sig inn á því.

Kennari getur bæði sett upp spurningar fyrirfram og verið þá með fyrirframákveðnar spurningar eða á staðnum og annaðhvort lesið upp svarmöguleika eða haft spurningarnar opnar. T.d. svona:

socrative1

eða svona:

socrative2

space race er skemmtilegt, þá svara nemendur ( í liðum) fyrirfram tilbúnum spurningum í kappi og sjá árangur sinn í formi eldflauga jafnóðum á skjánum.

Mynd frá Mull Over Things. 

Niðurstöður úr spurningum koma jafnóðum upp hjá kennara sem getur þá varpað þeim upp, hlaðið svo niður í lokin eða sent sér í tölvupósti.

Hér má sjá áhugasama fræðimenn í Space Race

Hugmyndir að notkun:

 • spyrja spurningar í upphafi tíma til að kanna heimalestur.
 • spyrja spurninga í lok tíma til að athuga skilning.
 • spyrja spurninga/r í upphafi yfirferðar til að skoða forhugmyndir og fyrri þekkingu.
 • heimapróf
 • tímapróf

Kannski óþarfi að skrifa svona póst þar sem til eru mýmargir. t.d. þessi frá Freetech4teachers og þessi fra Mull Over Things

Aðrar græjur sem ég hef rekist á en ekki prófað svo ég get ekki sagt meira um þær eru td.:  og 

 

Svo ég haldi áfram að kynna græjur sem aðrir hafa sagt mér frá þá hafa þeir Sigurður Haukur Gíslason og Ragnar Þór Pétursson báðir notað kerfi sem heitir Thatquiz. Samræður þeirra hér að neðan segja flest sem segja þarf um þetta kerfi. Það hefur einfalt útlit en virkar. Kennararnir geta sett upp próf eða nýtt frá öðrum. Nú veit ég ekki hvort þeir eru að nýta þetta ennþá, Sigurður hefur verið að prófa sig áfram með Moodle og allavega stóð ég í þeirri meiningu að Mentor tæki einhvern svona modul í gagnið en þekki það samt ekki. Það væri samt best, tala nú ekki um ef kennarar gætu svo deilt prófum sín á milli.

thatquiz

Hér eru prófin frá Sigurði 

Mér var bent á Yacapaca sem er flott og litskrúðugt. Kennarar sem ég þekki í Englandi nota það kerfi en fyrir lítið land eins og Ísland væri best að samkomulag væri um eitt kerfi til að sameina krafta fólks. Ef ég væri að kenna myndi ég suða í Mentor, því þar eru hvort sem er 90+ % nemenda skráðir.

Padlet, Newhive og Titanpad

Í gær voru haldnar fyrstu Menntabúðirnar um upplýsingatækni og þóttu vel heppnaðar (sjá frétt á síðu UT torgs. Fólk sat í hópum og deildi upplýsingum um forrit, stór og smá og kennsluhugmyndum þar að lútandi.

Mitt framlag til þessara menntabúða var að segja frá einföldum græjum til að búa til vef-veggspjöld. Það valdi ég eftir að kennarahópur sem ég talaði við í sumar varð alveg heillaður að heyra um Glogster. Glogster var frítt en er það ekki lengur svo ég fór að leita að einhverju sem gæti komið í staðinn.

Vefveggspjöl er hægt að gera í stað hefðbundinna klippa og líma veggspjöld þar sem nemandi kynnir sér eitthvað viðfangsefni og setur fram á veggspjaldi. Þannig mætti nota vefveggspjöld til að safna saman og setja fram hvaða upplýsingar sem er.

Padlet er frí græja sem leyfir þér að búa til vegg (veggspjald) án innskráningar. Á vegginn má skrifa texta, setja inn myndir, myndskeið og breyta bakgrunni og eflaust fleira. Prófaðu bara !

padlet_veggur_sharingoptions

Þú deilir svo tenglinum til samstarfsmanna sem geta þá bætt við sjá t.d. prufuveginn minn .  Svo er einfalt að stofna reikning og geta þá gefið veggnum einfalt nafn til að dreifa. Um leið opnast möguleikar til að stilla aðgang hver megi og geti lesið, skrifað eða breytt.

padlet_privacy_options

Padlet virkar alveg á ipad.

Í svipuðum dúr er http://newhive.com/ þar þarf að biðja um beta aðgang sem tók nokkrar klukkustundir en útkoman er svipuð en samt eitthvað liprara en padlet t.d flott hvernig hægt er að fella inn (embed) myndskeið. New hive hefur ekki  þennan möguleika að margir vinni saman án innskráningar  http://newhive.com/svavap/samfelagsmidlar

Newhive sést í ipad en það var ekki einfalt að vinna þar, t.d gekk ekkert að hlaða upp myndum og illa að teikna sjá http://newhive.com/svavap/ipad

newhive_samfelagsmidlar

Fyrst ég var byrjuð að sýna einfaldar græjur þá benti ég á Titanpad, sem ég sá einhverntíman hjá Salvöru og hef notað oft síðan. Titanpad er vefsíða þar sem þú býrð til minnisblokk, (pad, eða public pad), deilir síðan tenglinum með samstarfsfólki sem þá getur skrifað  inn í blokkina og spjallað í spjallglugga þar við hliðina. Áður en fólk byrjar að skrifa getur það sett nafnið sitt í gluggan efst til hægri og fær í leiðinni úthlutað lit, svo það sem hver skrifar er aðskilið með mismunandi litum sem má svo fjarlægja áður en textinn er fluttur á annað form, texta, fyrir word, pdf og fleirra. Einni má flytja inn texta til að vinna með.  Hægt er að vista útgáfur og nota „time slider“ til að rúlla í gegnum ritunarferlið.

Titanpad virkar að takmörkuðu leyti á ipad.

titanpad_menntab_UT

Prufaðu að smella á myndina og leggja orð í belg.