Padlet, Newhive og Titanpad

Í gær voru haldnar fyrstu Menntabúðirnar um upplýsingatækni og þóttu vel heppnaðar (sjá frétt á síðu UT torgs. Fólk sat í hópum og deildi upplýsingum um forrit, stór og smá og kennsluhugmyndum þar að lútandi.

Mitt framlag til þessara menntabúða var að segja frá einföldum græjum til að búa til vef-veggspjöld. Það valdi ég eftir að kennarahópur sem ég talaði við í sumar varð alveg heillaður að heyra um Glogster. Glogster var frítt en er það ekki lengur svo ég fór að leita að einhverju sem gæti komið í staðinn.

Vefveggspjöl er hægt að gera í stað hefðbundinna klippa og líma veggspjöld þar sem nemandi kynnir sér eitthvað viðfangsefni og setur fram á veggspjaldi. Þannig mætti nota vefveggspjöld til að safna saman og setja fram hvaða upplýsingar sem er.

Padlet er frí græja sem leyfir þér að búa til vegg (veggspjald) án innskráningar. Á vegginn má skrifa texta, setja inn myndir, myndskeið og breyta bakgrunni og eflaust fleira. Prófaðu bara !

padlet_veggur_sharingoptions

Þú deilir svo tenglinum til samstarfsmanna sem geta þá bætt við sjá t.d. prufuveginn minn .  Svo er einfalt að stofna reikning og geta þá gefið veggnum einfalt nafn til að dreifa. Um leið opnast möguleikar til að stilla aðgang hver megi og geti lesið, skrifað eða breytt.

padlet_privacy_options

Padlet virkar alveg á ipad.

Í svipuðum dúr er http://newhive.com/ þar þarf að biðja um beta aðgang sem tók nokkrar klukkustundir en útkoman er svipuð en samt eitthvað liprara en padlet t.d flott hvernig hægt er að fella inn (embed) myndskeið. New hive hefur ekki  þennan möguleika að margir vinni saman án innskráningar  http://newhive.com/svavap/samfelagsmidlar

Newhive sést í ipad en það var ekki einfalt að vinna þar, t.d gekk ekkert að hlaða upp myndum og illa að teikna sjá http://newhive.com/svavap/ipad

newhive_samfelagsmidlar

Fyrst ég var byrjuð að sýna einfaldar græjur þá benti ég á Titanpad, sem ég sá einhverntíman hjá Salvöru og hef notað oft síðan. Titanpad er vefsíða þar sem þú býrð til minnisblokk, (pad, eða public pad), deilir síðan tenglinum með samstarfsfólki sem þá getur skrifað  inn í blokkina og spjallað í spjallglugga þar við hliðina. Áður en fólk byrjar að skrifa getur það sett nafnið sitt í gluggan efst til hægri og fær í leiðinni úthlutað lit, svo það sem hver skrifar er aðskilið með mismunandi litum sem má svo fjarlægja áður en textinn er fluttur á annað form, texta, fyrir word, pdf og fleirra. Einni má flytja inn texta til að vinna með.  Hægt er að vista útgáfur og nota „time slider“ til að rúlla í gegnum ritunarferlið.

Titanpad virkar að takmörkuðu leyti á ipad.

titanpad_menntab_UT

Prufaðu að smella á myndina og leggja orð í belg.

Auglýsingar

3 hugrenningar um “Padlet, Newhive og Titanpad

  1. Bakvísun: Menntabúðir – fréttir | UT-Torg

  2. Hef prófað Titanpad, einnig skv. ábendingu Salvarar, og þótti það góð græja. Viðmótið miðast við verulegan innslátt á gögnum, ólíkt því sem er með snjalltæki.

  3. Bakvísun: Vefveggspjöld – Padlet | UT-Torg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s