Samspil 2015 og Sway

Eitt af þeim verkefnum sem ég tek þátt í hér við Menntavísindasvið HÍ er verkefnið Samspil 2015. Ég ætla ekkert að eyða orðum í það hér því ég tók saman sway um fyrstu mánuðina sem finna má hér.  Ég skrifaði það ekki hér beint á bloggið  því hluti af Samspili er að skoða og kynnast nýjum verkfærum og þetta var mín prufa á Sway sem er mjög skemmtilegt verkfæri til að gera stutta kynningu eða vefsíðu en þetta verkfæri frá Microsoft ber einkenni beggja. Salvör hefur bloggað um Sway hér.

Annars má lesa um Samspil hér í innsendri grein okkar og   hér á bls 32 (eða 4 í sérritinu) 

Hópurinn bak við Samspil 2015 Tryggvi Thayer, Bjarndís Jónsdóttir, Hanna Rún Eiríksdóttir. Þorbjörg Þorsteinsdóttir og ég. Sólveig Jakobsdóttir og Edda Kjartansdóttir hafa líka verið okkur til halds og trausts.

Auglýsingar

Instagram

Í samspili höfum við verið að hvetja fólk til að nota Instagram í skólanum. Til dæmis til að safna myndum frá sameiginlegum viðburðum. Það aftur á móti krefst þess að finna til þess leiðir sem virka í borðtölvum. Hér geri ég tilraun til þess. Ég tók slóðina  https://instagram.com/explore/tags/samspil2015/ og setti í http://embed.ly/ , síðu sem býr til kóða til innfellingar í vefsíður.  Sýnishornið lofaði að þetta myndi líta svona út : embe-insta En….. svo var nú ekki heldur birtist bara tengilinn hér að neðan.

Svo þessi tilraun fór í vaskinn #samspil2015 * Instagram photos and videos

Það breytir því ekki að það er frábært að geta skoðað myndir eftir umræðumerki (#hashtag) með því einu að slá inn https://instagram.com/explore/tags/hashtag/ þar sem umræðumerkið sem þú vilt skoða kemur í stað orðsins „hashtag“ í slóðinni. Þetta lærði ég hjá henni Salvöru í vefmálstofu V í Samspil 2015

Upphafið að þessu var færsla frá Ingileif hún prófaði http://iconosquare.com/ en við höfðum mælt með því á Útspili, en þar þarf sá sem vill skoða að vera á Instagram til að geta séð það sem eftir umræðumerkjum

Ingileif sagði svo: „ég prófaði að lokum www.sharypic.com og náði að setja það inn í frétt á heimasíðuna og dreifa fréttinni svo til foreldra. http://www.thelamork.is/is/frettir/skolaferdalag-9.-og-10.-bekkjar-1 “

Þá vitum við það.

Viðbætur frá Bjarndísi:

Þeir hjá http://instansive.com/ eru með embed kóða (widget) sem þú getur sett á síðuna þína. Hef ekki prófað það á raunverulegri heimasíðu en það lítur mjög vel út og er notað víða. Fría útgáfan sækir myndir á Instagram einu sinni á dag, ef þú greiðir 5$ þá sækir widget-ið myndir á 5 mínútna fresti.

http://www.intagme.com/ Svo lítur þetta mjög vel út líka smile emoticon