Handskrift

Í námskeiðinu Nám og kennsla yngrr barna höfum við notað um það bil eina kennslustund til tala um skrift.  Mikilvægi rétts grips, hvernig maður ber sig að við að skrifa á töfluna og halda sambandi við nemendur á meðan. Einnig rætt mikilvægi þess að kennarar geti skrifað skiljanlega bæði á töflu og pappír, sérlega fyrir börn sem eru rétt að verða læs.

2016-03-15-11-18-08

Veggspjald úr Ísakskóla.

Í morgun spratt upp mikil umræða um grip, hvort það skipti raunverulega miklu máli að gripið sé rétt og nemendur kunnu margar sögur af fólki sem bæði skrifaði fallega og hratt með kolrangt grip. Vildu nemendur vita hvort það hefði verið rannsakað að rétt grip skipti máli.

Það sem ég man úr mínu kennaranámi var að gripið skipti máli uppá hreyfanleika handarinnar, að með réttu gripi þreytist sá sem skrifar síður og nær frekar upp skriftarhraða.

Þetta er það sem ég fann í fljótu bragði:

  • mikið safn ef efni um skrift fá OT Mom Learning Activities, vitnað er til rannsókna og þar virðist gert ráð fyrir því að rétt grip skipti máli uppá það að þróa góða skrift.
  • Þar er einnig síða helguð gripi og lögð er áhersla á tengslin við þroska og fínhreyfingar

En svo fann ég líka nýlega rannsókn Schwellnus, Carnahan, Kushki, Polatajko, Missiuna og Chau (2012) (sjá líka hér) þar sem þau segja að það sé ekki marktækur munur á skriftarhraða né læsileika skriftar eftir mismunandi gripi. Þau segja einnig að niðurstöður sínar vera viðbót við fyrri vísbendingar um að mismunandi grip geti verið viðunandi fyrir hraða og skiljanlega handskrift.

Samkvæmt því verð ég að éta ofaní mig það sem ég sagði í morgun. það er semsagt ekki til eitt rétt grip. Reynsla mín segir mér samt að skrift sé liprari með lausara gripi með þrem fingrum, en líka að það er svo til ómögulegt að breyta gripi barns í 1. bekk svo að foreldrar og leikskólkennarar þurfi frekar að huga að gripi barna í skriffærum.

Dæmi um handskrift íslendinga má finna á Instagram-reikningnum Týndir miðar


Hér er svo mér til minnis nokkrir tenglar um skrift og skriftarkennslu:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1533947

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/113568/

http://www.worldcat.org/title/skrift-og-skriftarkennsla-gumundur-i-gujonsson-sigurur-thorlacius-og-steingrimur-arason-toku-saman-a-tilhlutun-frslumalastjornarinnar-with-facsimiles/oclc/561438290

https://books.google.is/books/about/Skrift_og_skriftarkennsla_Gu%C3%B0mundur_I_G.html?id=FLwtMwEACAAJ&redir_esc=y

Skrift og skriftarkennsla / Guðmundur I. Guðjónsson, Sigurður Thorlacius og Steingrímur Arason tóku saman Guðmundur I. Guðjónsson 1904-1971 Reykjavík : s.n., 1936  http://leitir.is/ICE:ICE:ICE01_PRIMO000147229  er til í Stakkahlíð

https://www.mms.is/namsefni/skrift-2

http://briem.net/

http://skemman.is/item/view/1946/23301;jsessionid=0885578B0DCE4864DD3CDBD72FCF8256

http://timarit.is/pdf/Framfarir%20%C3%AD%20handskrift%20hj%C3%A1%20grunnsk%C3%B3lab%C3%B6rnum%20%C3%AD%20Reyk.pdf?gegnirId=001350477

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=127853&pageId=1839853&lang=is&q=skriftarkennsla

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=130678&pageId=1908218&lang=is&q=skriftarkennsla   spár um endlok skriftar?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s