Að banna eða ekki banna

Greinin Nokkur orð um snjalltæki og samfélagsmiðla á vefmiðlinum Austurfrétt varð Birni Gunnlaugssyni innblástur í færslu á Facebook. Í greininni ræðir formaður Fræðslunenfdar Fjarðarbyggðar þá ákvörðun  að banna skuli nemendum að nota eigin snjalltæki í skólanum.  Björn fer xsíðan stórum í pistli seínum enda mikill talsmaður þess að nota og leyfa tækni.

Að banna eða banna ekki, er ekki rétta spurningin í þessari umræðu. Hvernig, hve mikið og að hvað er betri spurning.

Áhyggjur og vandmálin sem fylgja of mikilli skjánotkun eru raunveruleg.  Gögn frá Rannsóknum og greiningum voru notuð til að skoða tengsl milli skjátíma og mental wellbeing 10-12 ára barna. (Fei Yang,  Ásgeir R. Helgson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Álfgeir Logi Kristjánsson, 2013). Þær fimm gerðir skjánotkunar sem spurt var um tengdust allar þannig að eftir því sem hún var meiri voru vísibendingar um vellíðan verri, áhugaleysi, lystarleysi, einmannakennd, vera gráti nærri, svefnvandamál, depurð og vonleysi. „All five screen-based activities were significantly associated with all seven well-being indicators (P < 0.001) with symptoms being more common with increased time spent on screen use.“   Hér reyndar er ekki vitað hvort kemur á undan hænan eða eggið.   Athugið hér líka eru ekki ný gögn og höfundar benda á ýmis önnur vandamál tengd skjátíma, vandamál með athygli og árásargirni.

Bandarísku barnalæknasamtökin hafa sett fram viðmið um skjátíma  https://www.aap.org/en-us/Documents/digital_media_symposium_proceedings.pdf bls 5  . En skiljanlega setja þeir ekki viðmið fyrir skóla og treysta skólafólki fyrir því, þeir leggja bara áherslu á það að skólar séu staðirnir til að kenna viðeigandi, jákvæða og örugga notkun á rafrænum miðlum. „Recommendations for Educators Educators can play a key role in teaching media literacy to their students. As technology rapidly enters the classroom, educators may guide students to engage in appropriate, positive, and safe ways to utilize these helpful digital resources. “(AAP, 2017.

Þar komum við að kjarna málsins, það er okkar hlutverk í skólum.  Þá getum við ekki bannað tækin, en við getum takmarkað notkun þeirra. En við erum enn að læra hvernig.  Bæði hvernig á að takmarka og hvernig á að kenna.   Ég sé á spjaldtölvuvef kópavogs t.d. fjölskyldusamning http://spjaldtolvur.kopavogur.is/wp-content/uploads/2017/08/fjolskyldusamningur-um-spjaldtolvu-tolvu-og-sima.pdf  og handbók nemenda http://spjaldtolvur.kopavogur.is/wp-content/uploads/2018/08/Handbok-nemenda-2018-19.pdf þegar Birni hefur runnið reiðin gefur hann kannski meiri upplýsingar um hvernig eigi að framkvæma þetta með skynsamlegum hætti.

Á meðan held ég áfram að reyna að nesta kennaranema með hugmyndum um það hvernig sé hægt að nota tækin með skynsamlegum hætti því margt er hægt að gera með þeim sem er jákvætt og uppbyggilegt.  Hér er hjálpartækið mitt í því https://sites.google.com/view/skolaut. Frábært væri  að við skiluðum nemendum úr skólunum sem gætu allt sem Björn gerir með símanum sínum.  Ég ætla ekki að þreyta ykkur á upptalningu á öllu því sem tæknin gerir mögulegt í skólastarfi en ágæt byrjun eru skýrslurnar hér http://spjaldtolvur.kopavogur.is/rannsoknir-og-skyrslur/ Vefurinn hennar Fjólu http://fikt.kopavogur.is/  og sögur úr Nordpulusverkefninu DILE þar sem áherslan er á sköpun og tjáningu leikskólabarna með upplýsingatækni https://dileprojekt.wordpress.com/ .

Fei Yang, Asgeir R. Helgason, Inga Dora Sigfusdottir, Alfgeir Logi Kristjansson; Electronic screen use and mental well-being of 10–12-year-old children, European Journal of Public Health, Volume 23, Issue 3, 1 June 2013, Pages 492–498, https://doi.org/10.1093/eurpub/cks102

https://www.aap.org/en-us/Documents/digital_media_symposium_proceedings.pdf

Viðbót, geta skólar bannað snjalltæki, já trúlega geta þeir bannað nemendum að nota sín snjalltæki en til að geta sinnt hlutverki sínu og menntað nemendur til alskyns hæfni sem kveðið er á um í námskrám þarf tæki.

Aðalnámskrá grunnskóla 2013, bls. 90

Nýting miðla og upplýsinga.

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

• nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu,
• notað sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda,
• sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og heimilda og verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekur ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum.

Auglýsingar