Wordwall

Wordwall er eitt af þeim verkfærum sem ég kynntist á BETT. Það er ensk síða þar sem hægt er að búa til ýmis æfingarverkefni fyrir nemendur. Ókeypis útgáfan býður uppá þrjár gerðir af verkefnum, krossaspurningar með allt að sex svarmöguleikum, pörunarverkefni og spurningaleikur þar sem þú stýrir flugvél á ský með réttu svari.  Alls eru 38 sniðmát fyrir verkefni en til að nýta þau þarf áskrift sem er 6£ á mánuði fyrir einstakling og meira fyrir skóla.

Ég prufaði að búa til einn leik, umhverfið er frekar lipurt og auðvelt að átta sig á því. Það minnir svolítið á umhverfið í socrative og kahoot.  Til að birta verkefnið þarf að velja skólastig og kennslugrein (kerfið er enskt, svo valmöguleikarnir bera keim af því) en ekki er boðið uppá tög svo ég myndi mæla með að íslenskir notendur myndu seta nafn kennslugreinar í heiti verkefnis til að aðrir geti fundið það.

wordwall

Prófið hér  þetta er frekar stórt verkefni og því eflaust stirt á smáum skjám, en hægt er að þysla inn og út með því að smella á flísarnar.

Við gerð verkefnisins studdist ég að mestu við Orðasafn í menntunarfræði

spurningagræjur

Spurningargræjur allskyns hafa slegið í gegn í skólum. Þau helstu sem ég þekki eru Socrative, Kahoot og  Quizizz. Ég hef áður skrifað aðeins um slík kerfi hér.  En tilefni þessa póst er að ég fékk póst frá Quzizz , boð um að verða Beta prófari, þið getið skráð ykkur líka hér.

quizizz

Síðast þegar ég kíktir á Quzizz var það ósköp einfalt kerfi en hefur greinilega gengið í gegnum mikla yfirhalningu.

Halda áfram að lesa

Dvolver Moviemaker

Í samspil hópnum er fólk áhugasamt að kynna ný verkfæri.  Hér er eitt sem ég prófaði Dvolver Moviemaker, mjög einfalt til að gera stuttmynd. Notandi velur úr nokkrum söguviðum, persónur, tónlis, slær inn það sem þau eiga að segja og gefur svo myndinni titil og leikstjóra. Eini ókosturinn sem ég sá í fljótu bragði er að íslensku stafirnir virka ekki í ritlinum

Hér er mín tilraun sem tók ca. 5 mínútur

Samfélagsmiðlar í tungumálakennslu

Í dag var ég að tala við dönskukennara um möguleika samfélagsmiðja í þeirra kennslu.  Félag dönskukennara er greinilega öflugt og flott félag. Heldur reglulega flotta fræðlusfundi. Ég spjallaði aðeins við tvo þeirra og í báðum samtölum kom fram að dönskukennarar segjast berjast fyrir tilveru fagsins. Í morgun voru líka kennaranemar á fyrsta ári að segja frá vettvangsnámi sínu. Þau áttu að draga fram það áhugaverðasta sem þau höfðu séð og heyrt í vikunni. Einn hópurinn dró fram tungumálanám, þau höfðu sér frönskukennlu ungra nemenda, 1-3 bekk minnir mig og úr því spannst aðeins umræða um tungumálanám og vildu þau sum meina að danska væri á útleið sem kennslugrein í grunnskóla. Einhverntíman hefði ég verið sammála þeim enda alltaf verið hrifnari af ensku. En raunin er að við íslendingar höfum svo mikil tengsl við aðra norðurlandabúa að það er hreinlega skynsamlegt að geta allavega bjargað sér á dönsku. Fyrir utan allan fjöldann sem fer í framhaldsnám á norðurslóðir.  Lifi danskan!

Ég talaði við dönskukennarana um samfélgasmiðla almennt en reyndi að leggja áherslu á þá miðla sem gætu nýst í tungumálakennslu. Svo sýndi ég þeim Talking Ginger, hlýtur að vera hægt að nota hann í tungumálanámi að heyra eigin framburð hjá fyndnum ketti eða einhverjum af félögum hans.

sem finna má bæði á Playstore fyrir Android og Appstore fyrir ipad og iphone

Padlet, Newhive og Titanpad

Í gær voru haldnar fyrstu Menntabúðirnar um upplýsingatækni og þóttu vel heppnaðar (sjá frétt á síðu UT torgs. Fólk sat í hópum og deildi upplýsingum um forrit, stór og smá og kennsluhugmyndum þar að lútandi.

Mitt framlag til þessara menntabúða var að segja frá einföldum græjum til að búa til vef-veggspjöld. Það valdi ég eftir að kennarahópur sem ég talaði við í sumar varð alveg heillaður að heyra um Glogster. Glogster var frítt en er það ekki lengur svo ég fór að leita að einhverju sem gæti komið í staðinn.

Vefveggspjöl er hægt að gera í stað hefðbundinna klippa og líma veggspjöld þar sem nemandi kynnir sér eitthvað viðfangsefni og setur fram á veggspjaldi. Þannig mætti nota vefveggspjöld til að safna saman og setja fram hvaða upplýsingar sem er.

Padlet er frí græja sem leyfir þér að búa til vegg (veggspjald) án innskráningar. Á vegginn má skrifa texta, setja inn myndir, myndskeið og breyta bakgrunni og eflaust fleira. Prófaðu bara !

padlet_veggur_sharingoptions

Þú deilir svo tenglinum til samstarfsmanna sem geta þá bætt við sjá t.d. prufuveginn minn .  Svo er einfalt að stofna reikning og geta þá gefið veggnum einfalt nafn til að dreifa. Um leið opnast möguleikar til að stilla aðgang hver megi og geti lesið, skrifað eða breytt.

padlet_privacy_options

Padlet virkar alveg á ipad.

Í svipuðum dúr er http://newhive.com/ þar þarf að biðja um beta aðgang sem tók nokkrar klukkustundir en útkoman er svipuð en samt eitthvað liprara en padlet t.d flott hvernig hægt er að fella inn (embed) myndskeið. New hive hefur ekki  þennan möguleika að margir vinni saman án innskráningar  http://newhive.com/svavap/samfelagsmidlar

Newhive sést í ipad en það var ekki einfalt að vinna þar, t.d gekk ekkert að hlaða upp myndum og illa að teikna sjá http://newhive.com/svavap/ipad

newhive_samfelagsmidlar

Fyrst ég var byrjuð að sýna einfaldar græjur þá benti ég á Titanpad, sem ég sá einhverntíman hjá Salvöru og hef notað oft síðan. Titanpad er vefsíða þar sem þú býrð til minnisblokk, (pad, eða public pad), deilir síðan tenglinum með samstarfsfólki sem þá getur skrifað  inn í blokkina og spjallað í spjallglugga þar við hliðina. Áður en fólk byrjar að skrifa getur það sett nafnið sitt í gluggan efst til hægri og fær í leiðinni úthlutað lit, svo það sem hver skrifar er aðskilið með mismunandi litum sem má svo fjarlægja áður en textinn er fluttur á annað form, texta, fyrir word, pdf og fleirra. Einni má flytja inn texta til að vinna með.  Hægt er að vista útgáfur og nota „time slider“ til að rúlla í gegnum ritunarferlið.

Titanpad virkar að takmörkuðu leyti á ipad.

titanpad_menntab_UT

Prufaðu að smella á myndina og leggja orð í belg.