Í dag er málstofa þar sem fjallað verður um börn og notkun stafrænna miðla sjá nánar á http://menntavisindastofnun.hi.is/born_og_notkun_stafraenna_midla_heima_og_i_nyskopunarsmidjum_eda_gerverum_e_makerspaces

Sem þátttakandi í þessu verkefni hef ég verið að lesa um maker spaces sem ég ætla að sinni að kalla gerver. Ekki þarf að lesa lengi til að sjá miklar tengingar við raungreinar ýmiskonar.  Á BETT í janúar mátti t.d. sjá mikla kynningu frá Microsoft á gerverum og þeir tala um Hacking STEM, en gerver eru einnig kölluð Hacker spaces og STEM stendur fyrir Science, technology, engineering and math (náttúruvísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði).

Eitt af verkefnum sem nálgast má á vef Microsoft https://www.microsoft.com/en-us/education/education-workshop/january.aspx

Halda áfram að lesa

Auglýsingar

Handskrift

Í námskeiðinu Nám og kennsla yngrr barna höfum við notað um það bil eina kennslustund til tala um skrift.  Mikilvægi rétts grips, hvernig maður ber sig að við að skrifa á töfluna og halda sambandi við nemendur á meðan. Einnig rætt mikilvægi þess að kennarar geti skrifað skiljanlega bæði á töflu og pappír, sérlega fyrir börn sem eru rétt að verða læs.

2016-03-15-11-18-08

Veggspjald úr Ísakskóla.

Í morgun spratt upp mikil umræða um grip, hvort það skipti raunverulega miklu máli að gripið sé rétt og nemendur kunnu margar sögur af fólki sem bæði skrifaði fallega og hratt með kolrangt grip. Vildu nemendur vita hvort það hefði verið rannsakað að rétt grip skipti máli.

Halda áfram að lesa

Símenntun og þekking kennara- TALIS og TPCK

Núna í rólegheitunum gefst tími til að lesa,  þemað í lestrinum er símenntun og fagþekking kennara. Ekki af ásettu ráði heldur bara varð þannig. Það voru eiginlega þessar glærur frá Leo Hojsholt-Poulsen þar sem hann kynnir NETS, sem eru viðmið um hvað kennara þurfi að kunna í upplýsingasamfélaginu á  EDEN ráðstefnu 2007 sem ýttu þessum lestri af stað.

Allavega, niðurstöður TALIS 2013 voru kynntar í síðustu viku. Vefur Menntamiðju var með puttna á púlsinum og var settur upp þannig að hægt var að fylgjst með umræðunum í mynd og þremur þráðum á Twitter. Það tók á að fylgjast með öllu en var gaman og áhugavert.

Ekkert svosem nýtt þar en áhugavert hvert umræður sem Education Fast Forward stóðu fyrir enduðu. Mikið var rætt um samstarf og samráð kennara og vildi fólk meina að gagn væri af því að vinna saman á stærri grundvelli. Ekki bara innan skólanna heldur þvert á skóla og skólastig.  Því get ég alveg verið sammála, t.d. held ég að einn af styrkur hóps náttúrufræðikennara á Facebook sé að þar eru kennarar frá mörgum skólastigum.  Það er ókostur svona kannana að þær í raun úreldast fljótt, í TALIS var ekki spurt um óformlega símenntun kennara á samfélagsmiðlum, en við sem stöndum að torgunum og menntaspjalli vitum að þar er öflug þátttaka. Samkvæmt könnuninni tók 91% kennara þátt í einhversskonar starfsþróun síðustu 12 mánuði og yfir 40% sögðust hafa greitt fyrir hana sjálfir að einhverju leiti.

En hvar kreppir skóinn að mati kennarana, um það hvað kennarar telja sig þurfa að læra. Ein tala vekur sérlega athygli mína, einungis 9,0 segjast vanta þekkingu á námsefninu en samt er annarsstaðar vísbendingar um að stór hluti kennara sé að kenna fög sem þeir hafa ekki sérstaka menntun til.

Tvær tölur skera sig úr og eru hærri en meðaltalið  22,7% íslenskra kennara nefna námskrána og 28,6% að nýta upplýsingatækni í kennslu.  Ekki hátt svosem en nógu hátt, þarna er líka áhugvert að þessum gögnum er safnað rétt í þann mund sem spjaldtölvurnar eru að byrja að læðast inn í skólana.

Sem leiðir beint í næsta lesefni mitt, þurfa kennarar þjálfun í að nota ipad í kennslu, Webster hjá Edudemic segir já, smá í upphafi en svo aðallega öflugan stuðning, að geta rætt og spurt, hvernig nýtist þetta nemendum til að læra.

Svo datt ég í það í gær að lesa um EPICT eða The European Pedagogical ICT Licence, NETS for Teachers og Tölvutök. 3F, allt verkefni sem miðuðu að því að efla og samræma símenntun kennara í upplýsingatækni. Það sem vakt athygli mína bæði af því sem ég las og það sem ég hef heyrt kennara tala um er að þó farið sé af stað með góð fyrirheit um að einbeita sér að kennslufræðinni fer of mikil orka í að læra á tæknina. Jú auðvitað þarf að læra á tæknina, en það sem ég haf haldið fram er það sama og Webster heldur fram og Talis umræðan kom inná, það þarf stuðning og kennara þurfa að spá í þessu saman hvernig og hvenær og hvort tækni nýtist nemendum til að læra.

heart of TPCK

Mynd frá: https://www.academia.edu/7505482/Unraveling_the_TPACK_model_finding_TPACK-core

Já og þá er það síðasta sem ég ætla að leyfa mér að lesa í dag, þar er rannsóknarhópur frá Hollandi og Belgíu að vinna í mælitæki á TPCK, og hvort modelið sé rétt eða þurfi breytinga við. Niðurstöður virðast benda til þess sem var vitað að TPCK er allt samfléttað og kjarninn er samsettur úr þekkingu á faginu, kennslufræðinni og tækninni.