Að banna eða ekki banna

Greinin Nokkur orð um snjalltæki og samfélagsmiðla á vefmiðlinum Austurfrétt varð Birni Gunnlaugssyni innblástur í færslu á Facebook. Í greininni ræðir formaður Fræðslunenfdar Fjarðarbyggðar þá ákvörðun  að banna skuli nemendum að nota eigin snjalltæki í skólanum.  Björn fer xsíðan stórum í pistli seínum enda mikill talsmaður þess að nota og leyfa tækni.

Að banna eða banna ekki, er ekki rétta spurningin í þessari umræðu. Hvernig, hve mikið og að hvað er betri spurning.

Áhyggjur og vandmálin sem fylgja of mikilli skjánotkun eru raunveruleg.  Gögn frá Rannsóknum og greiningum voru notuð til að skoða tengsl milli skjátíma og mental wellbeing 10-12 ára barna. (Fei Yang,  Ásgeir R. Helgson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Álfgeir Logi Kristjánsson, 2013). Þær fimm gerðir skjánotkunar sem spurt var um tengdust allar þannig að eftir því sem hún var meiri voru vísibendingar um vellíðan verri, áhugaleysi, lystarleysi, einmannakennd, vera gráti nærri, svefnvandamál, depurð og vonleysi. „All five screen-based activities were significantly associated with all seven well-being indicators (P < 0.001) with symptoms being more common with increased time spent on screen use.“   Hér reyndar er ekki vitað hvort kemur á undan hænan eða eggið.   Athugið hér líka eru ekki ný gögn og höfundar benda á ýmis önnur vandamál tengd skjátíma, vandamál með athygli og árásargirni.

Bandarísku barnalæknasamtökin hafa sett fram viðmið um skjátíma  https://www.aap.org/en-us/Documents/digital_media_symposium_proceedings.pdf bls 5  . En skiljanlega setja þeir ekki viðmið fyrir skóla og treysta skólafólki fyrir því, þeir leggja bara áherslu á það að skólar séu staðirnir til að kenna viðeigandi, jákvæða og örugga notkun á rafrænum miðlum. „Recommendations for Educators Educators can play a key role in teaching media literacy to their students. As technology rapidly enters the classroom, educators may guide students to engage in appropriate, positive, and safe ways to utilize these helpful digital resources. “(AAP, 2017.

Þar komum við að kjarna málsins, það er okkar hlutverk í skólum.  Þá getum við ekki bannað tækin, en við getum takmarkað notkun þeirra. En við erum enn að læra hvernig.  Bæði hvernig á að takmarka og hvernig á að kenna.   Ég sé á spjaldtölvuvef kópavogs t.d. fjölskyldusamning http://spjaldtolvur.kopavogur.is/wp-content/uploads/2017/08/fjolskyldusamningur-um-spjaldtolvu-tolvu-og-sima.pdf  og handbók nemenda http://spjaldtolvur.kopavogur.is/wp-content/uploads/2018/08/Handbok-nemenda-2018-19.pdf þegar Birni hefur runnið reiðin gefur hann kannski meiri upplýsingar um hvernig eigi að framkvæma þetta með skynsamlegum hætti.

Á meðan held ég áfram að reyna að nesta kennaranema með hugmyndum um það hvernig sé hægt að nota tækin með skynsamlegum hætti því margt er hægt að gera með þeim sem er jákvætt og uppbyggilegt.  Hér er hjálpartækið mitt í því https://sites.google.com/view/skolaut. Frábært væri  að við skiluðum nemendum úr skólunum sem gætu allt sem Björn gerir með símanum sínum.  Ég ætla ekki að þreyta ykkur á upptalningu á öllu því sem tæknin gerir mögulegt í skólastarfi en ágæt byrjun eru skýrslurnar hér http://spjaldtolvur.kopavogur.is/rannsoknir-og-skyrslur/ Vefurinn hennar Fjólu http://fikt.kopavogur.is/  og sögur úr Nordpulusverkefninu DILE þar sem áherslan er á sköpun og tjáningu leikskólabarna með upplýsingatækni https://dileprojekt.wordpress.com/ .

Fei Yang, Asgeir R. Helgason, Inga Dora Sigfusdottir, Alfgeir Logi Kristjansson; Electronic screen use and mental well-being of 10–12-year-old children, European Journal of Public Health, Volume 23, Issue 3, 1 June 2013, Pages 492–498, https://doi.org/10.1093/eurpub/cks102

https://www.aap.org/en-us/Documents/digital_media_symposium_proceedings.pdf

Viðbót, geta skólar bannað snjalltæki, já trúlega geta þeir bannað nemendum að nota sín snjalltæki en til að geta sinnt hlutverki sínu og menntað nemendur til alskyns hæfni sem kveðið er á um í námskrám þarf tæki.

Aðalnámskrá grunnskóla 2013, bls. 90

Nýting miðla og upplýsinga.

Við lok 10. bekkjar getur nemandi:

• nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu,
• notað sjálfstætt og í samvinnu með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda,
• sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og heimilda og verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekur ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum.

Auglýsingar

Ertu að tala við vini þína?

Hvað gerir skólafólk kl. 11:00 á sunnudagsmorgni ? Jú í morgun sat ég við tölvuna og talaði við vini mína. Marga sem ég hef aldrei séð í persónu heldur kynnst á samfélagsmiðlum. Að frumkvæði Ingva H. Ómarssonar hefur  umræðumerkið #menntaspjall náð að festa rætur á Twitter og samfélag sem ræðir um menntamál á íslensku byrjað að myndast. Í morgun var svo stigið skrefinu lengra og efnt til skipulegs spjalls. Hvernig slíkt fer fram má lesa um hér á vef Menntamiðju en Tryggvi Thayer tekur þátt í skipulaginu.

Þetta fyrsta spjall var eiginlega spjall um spjall, hvernig við ættum að haga því í vetur.  Lagðar voru fyrir fimm spurningar um skipulag, möguleika, inntak og afurðir menntaspjalls.  Ingvi tók saman  aðalatriðinu úr spjallinu á Storify. En í stuttu máli þá er áætlað að spjalla annan hvern sunnudag og ekki skorti umræðuefni sem stungið var uppá, m.a. námskrá, endumenntun, upplýsingatækni, PISA, spjaldtölvur, útinám og staða náttúrufræðimenntunar. Líklega verða einhverskonar kosningar um hvað verður rætt í hvert skipti. Þátttakendur voru líka með fjölbreyttar hugmyndir að því hvernig þeir ætla að dreifa upplýsingum um #menntaspjall og hvetja aðra til þátttöku.

Ég efast ekki um að umræðurnar verða skemmtilegar og gagnlegar í vetur og hvet allt áhugafólk um menntun að koma á Twitter og taka þátt í næsta spjalli sem verður sunnudaginn 12. janúar 2014 klukkan 11.00. #menntaspjall .

Svona lítur maður út á sunnudagsmorgni að tala við netvini sína.

Svona lítur maður út á sunnudagsmorgni að tala við netvini sína með teppi og jólakaffibolla.

Padlet, Newhive og Titanpad

Í gær voru haldnar fyrstu Menntabúðirnar um upplýsingatækni og þóttu vel heppnaðar (sjá frétt á síðu UT torgs. Fólk sat í hópum og deildi upplýsingum um forrit, stór og smá og kennsluhugmyndum þar að lútandi.

Mitt framlag til þessara menntabúða var að segja frá einföldum græjum til að búa til vef-veggspjöld. Það valdi ég eftir að kennarahópur sem ég talaði við í sumar varð alveg heillaður að heyra um Glogster. Glogster var frítt en er það ekki lengur svo ég fór að leita að einhverju sem gæti komið í staðinn.

Vefveggspjöl er hægt að gera í stað hefðbundinna klippa og líma veggspjöld þar sem nemandi kynnir sér eitthvað viðfangsefni og setur fram á veggspjaldi. Þannig mætti nota vefveggspjöld til að safna saman og setja fram hvaða upplýsingar sem er.

Padlet er frí græja sem leyfir þér að búa til vegg (veggspjald) án innskráningar. Á vegginn má skrifa texta, setja inn myndir, myndskeið og breyta bakgrunni og eflaust fleira. Prófaðu bara !

padlet_veggur_sharingoptions

Þú deilir svo tenglinum til samstarfsmanna sem geta þá bætt við sjá t.d. prufuveginn minn .  Svo er einfalt að stofna reikning og geta þá gefið veggnum einfalt nafn til að dreifa. Um leið opnast möguleikar til að stilla aðgang hver megi og geti lesið, skrifað eða breytt.

padlet_privacy_options

Padlet virkar alveg á ipad.

Í svipuðum dúr er http://newhive.com/ þar þarf að biðja um beta aðgang sem tók nokkrar klukkustundir en útkoman er svipuð en samt eitthvað liprara en padlet t.d flott hvernig hægt er að fella inn (embed) myndskeið. New hive hefur ekki  þennan möguleika að margir vinni saman án innskráningar  http://newhive.com/svavap/samfelagsmidlar

Newhive sést í ipad en það var ekki einfalt að vinna þar, t.d gekk ekkert að hlaða upp myndum og illa að teikna sjá http://newhive.com/svavap/ipad

newhive_samfelagsmidlar

Fyrst ég var byrjuð að sýna einfaldar græjur þá benti ég á Titanpad, sem ég sá einhverntíman hjá Salvöru og hef notað oft síðan. Titanpad er vefsíða þar sem þú býrð til minnisblokk, (pad, eða public pad), deilir síðan tenglinum með samstarfsfólki sem þá getur skrifað  inn í blokkina og spjallað í spjallglugga þar við hliðina. Áður en fólk byrjar að skrifa getur það sett nafnið sitt í gluggan efst til hægri og fær í leiðinni úthlutað lit, svo það sem hver skrifar er aðskilið með mismunandi litum sem má svo fjarlægja áður en textinn er fluttur á annað form, texta, fyrir word, pdf og fleirra. Einni má flytja inn texta til að vinna með.  Hægt er að vista útgáfur og nota „time slider“ til að rúlla í gegnum ritunarferlið.

Titanpad virkar að takmörkuðu leyti á ipad.

titanpad_menntab_UT

Prufaðu að smella á myndina og leggja orð í belg.

Nestisspjall við Menntavísindasvið

Í dag var nesstisspjall á Menntavísindasviði um samfélagsmiðla í kennslu, miklar og skemmtilegar umræður urðu eftir smá innlegg frá mér (sjá glærur neðar). Greinilegt er að þeir sem mættu hafa áhuga á að fylgjast með og að það sé full ástæða fyrir þá sem mennta kennara að vera meðvitaðir um hverjir séu möguleikar samfélagsmiðla i menntun á öllum skólastigum

Tíst á Menntakviku 2013

Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs var haldin síðastliðin föstudag. Það tíðkast víða á ráðstefnum að halda úti samræðum á Twitter meðan ráðstefnur fara fram og skipuleggjendur Menntakvíku hvöttu þátttakendur til að tísta, eða skrifa færslur á Twitter sl. föstudag. Ég stóðst ekki mátið að kíkja á hvernig til hefði tekist. Niðurstöðurnar eru þessar: 27 þátttakendur skrifuðu samtals 298 færslur með # myllumerkinu (hashtag) #Menntakvika.. Verð að hafa fyrirvara á þessari talningu, handtaldi ekki heldur hlóð niður öllum færslunum og notaði svo Ctrl+F, og vona að allar færslur hafi skilað sér í leit að myllumerkinu.  Þátttakendur tístu mest meðan á pallborðinu stóð en þá voru tístin 121, en 177 það sem eftir lifði dags.

Tístafjöldi 2013

Tístafjöldi 2013

Að fá 298 færslur og 27 þátttakendur er ekki svo slæmt svona í fyrsta skiptið sem opinberlega er hvatt til þessa. Árið 2010 finnst ein færsla merkt #Menntakvika frá mér og 31 frá árinu 2011, ein frá Sólveigu Jakobsdóttur og rest frá Hildi Heimisdóttur @hildurheimis.

Tíst frá árunum 2010 og 2011

Tíst frá árunum 2010 og 2011

Núna í ár er áberandi að þeir sem taka þátt eru velflestir starfsmenn Menntavísindasviðs, skýringin kannski sú að við höfum netaðgang innanhúss. Skipuleggjendur ættu næst að láta opna fyrir ráðstefnuaðgang svo allir gætu nýtt sér þráðlaust net, en þurfi ekki að nota 3G.
Í færslunum er ekki hægt að sjá miklar samræður, fólk var meira að punkta niður það sem það heyrði áhugavert, samræðulistin kemur kannski næst. En til hvers þetta brölt gæti einhver spurt? Jú með þessu sköpum við sameiginlegar minningar, sköpum rými fyrir samræður og aukum sýnileika ráðstefnunnar og um leið þeirra fjölmörgu rannsókna sem kynntar eru á henni. Sem leið í að skapa sameiginlegar minningar má líka birta myndir og það var gert 21 sinnum á föstudaginn.

Mynd af Twitter frá Menntakviku.

Mynd af Twitter frá Menntakviku.

Skemmtileg upplifun var að eiga í samræðum við Ingva Hrannar sem nú stundar nám í Svíþjóð en fylgdist með á Twitter og að fá kveðjur frá fólki sem fylgdist með beinni útsendingu úr málstofum Rannum á vegum Sólveigar Jakobsdóttur.
Svo lýk ég þessum pistli á nokkrum tístum með von um að við í skólasamfélaginu tístum meira og þá með myllumerkinu #Menntaspjall , nema þegar Menntakvika stendur yfir 😉

Nokkur tíst.

Nokkur tíst.