Ívefja frá Facebook

Eitt sem hefur farið i taugarnar á mér er að geta illa deilt myndum af facebook, nú var ég að vafra um bókin og sá þessa fínu mynd af heimabænum og ætlaði að stela en þá var ekki „hlaða niður“ hnappurinn sjáanlegur.  En í stað var skipunin „ívefja“ svo hér prófa ég þennan fítus hér á wordpress

ivefja

og hér er svo ívefjan:  (ég er líka ánægð með þetta orð ívefja fyrir „embed“
https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fphoto.php%3Ffbid%3D10153473090542615%26set%3Da.10150307822182615%26type%3D3&width=500

Auglýsingar

Makey-VEXA kynning á Menntakviku

Á Menntakviku 2018 kynntum við þrjú rannsóknir okkar á snillismiðjum í grunnskólaum og miklum kvennskörungum.

Frumkvöðlar og snillingar í skapandi starfi með stafræna tækni
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, aðjúnkt, MVS, HÍ, Svava Pétursdóttir, lektor, MVS, HÍ, og Torfi Hjartarson, lektor, MVS, HÍ
Þetta rannsóknarverkefni snýst um hóp kvenna sem kallar sig VEXA og vinnur saman að þróun og eflingu snillismiðja. sköpunarsmiðja eða gervera (e. makerspaces) í íslenskum grunnskólum. Konurnar eru allar frumkvöðlar á sviði tækninotkunar í menntun barna og unglinga í mismunandi störfum innan
menntageirans. Markmið þeirra er að með hjálp stafrænnar tækni og skapandi greina verði nemendur framtakssamir hönnuðir fremur en þiggjendur á tæknisviðinu. Fylgst er með samvinnu þeirra og þróunarstarfi við að efla stafrænt læsi og nýsköpun meðal nemenda. Hér er sérstaklega litið til snillismiðju á vegum einnar úr VEXA-hópnum. Þar fást valdir nemendur úr nokkrum aldurshópum við
ýmsa tækni í svonefndri Snillismiðju, eru í hlutverki snillinga á því sviði, læra til verka, einkum á sviði stafrænnar tækni, og bjóða að því búnu öðrum nemendum til þátttöku í vinnustundum og menntabúðum. Í málstofunni verður sagt frá fyrstu niðurstöðum úr ýmsum athugunum á starfi í smiðjunni en þar er byggt á heimsóknum í smiðju og menntabúðir, viðtalsgögnum og upptökum á

 

Kennsluleiðbeiningar um stafræna borgaravitund

Nýbakaður meistari Edda Rut Þorvaldsdóttir kynnti með okkur meistaraverkefnið sitt á Menntakviku 2018. Í verkefninu sínu setti hún saman kennsluleiðbeiningar með verkefnum um stafræna borgarvitund. Verkefnin má finna á Skemmu en til stendur að birta þær á vef SAFT

  • Ég á lítinn skrítinn skugga – Kennsluleiðbeiningar með verkefnum um stafræna borgaravitund. Edda Rut Þorvaldsdóttir, meistaranemi, MVS, HÍ, Lilja M. Jónsdóttir, lektor, MVS, HÍ, og Svava Pétursdóttir, lektor, MVS, HÍ

    Þetta verkefni snýst um kennsluleiðbeiningar fyrir kennara með verkefnum sem hafa það að markmiði að hjálpa nemendum að vera ábyrgir á samfélagsmiðlum, gera þeim grein fyrir hættunum sem geta fylgt því að verja of löngum tíma inni á slíkum miðlum daglega og að setja sér mörk. Einnig á að hjálpa nemendum að nýta krafta samfélagsmiðla og styrkja þá með menntun og hæfni til að taka þátt í stafrænu samfélagi. Markmiðið með kennsluleiðbeiningunum er að gera kennurum kleift að vinna verkefni með nemendum sínum sem fá þá til að bera meiri ábyrgð á eigin gjörðum á samfélagsmiðlum og gera sér grein fyrir því að þar sé ekki allt sem sýnist, sem og að þeir átti sig á að sú glansmynd sem slíkir miðlar geta gefið af lífi fólks eigi sér stundum litla stoð í raunveruleikanum. Verkefninu fylgir fræðileg greinargerð um þýðingu verkefnisins, bakgrunn þess og hugmyndafræði. Greinargerðin fjallar um stafræna borgaravitund, rannsóknir á snjalltækjanotkun ungmenna, forvarnir, námskenningar og gerð og notkun kennsluleiðbeininga ásamt því hvernig þær tengjast aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni, hæfniviðmiðum, kennsluháttum og kennsluaðferðum. Kennsluleiðbeiningunum fylgja 13 verkefni sem voru unnin út frá níu þáttum stafrænnar borgaravitundar, en þeir eru: aðgengi, verslun, samskipti, læsi, siðferði, lög og reglur, réttindi og ábyrgð, heilsa og velferð og öryggi. Kennsluleiðbeiningarnar eiga að sýna hvernig hægt er að skipuleggja fjölbreytta kennslu um stafræna borgaravitund og um leið að þjálfa nemendur í að vera ábyrgir notendur í stafrænum heimi.

Það var mjög gaman að vinna með Eddu Rut, hún var með mjög skýrar hugmyndir um hvað hún vildi gera og gat nýtt reynslu sína úr kennslu og kennaranámi til að skrifa leiðbeinigar sem byggja á fjölbreyttum kennsluaðferðum og eru um leið notendavænar og skýrar.

Handskrift

Í námskeiðinu Nám og kennsla yngrr barna höfum við notað um það bil eina kennslustund til tala um skrift.  Mikilvægi rétts grips, hvernig maður ber sig að við að skrifa á töfluna og halda sambandi við nemendur á meðan. Einnig rætt mikilvægi þess að kennarar geti skrifað skiljanlega bæði á töflu og pappír, sérlega fyrir börn sem eru rétt að verða læs.

2016-03-15-11-18-08

Veggspjald úr Ísakskóla.

Í morgun spratt upp mikil umræða um grip, hvort það skipti raunverulega miklu máli að gripið sé rétt og nemendur kunnu margar sögur af fólki sem bæði skrifaði fallega og hratt með kolrangt grip. Vildu nemendur vita hvort það hefði verið rannsakað að rétt grip skipti máli.

Halda áfram að lesa

Samspil 2015 og Sway

Eitt af þeim verkefnum sem ég tek þátt í hér við Menntavísindasvið HÍ er verkefnið Samspil 2015. Ég ætla ekkert að eyða orðum í það hér því ég tók saman sway um fyrstu mánuðina sem finna má hér.  Ég skrifaði það ekki hér beint á bloggið  því hluti af Samspili er að skoða og kynnast nýjum verkfærum og þetta var mín prufa á Sway sem er mjög skemmtilegt verkfæri til að gera stutta kynningu eða vefsíðu en þetta verkfæri frá Microsoft ber einkenni beggja. Salvör hefur bloggað um Sway hér.

Annars má lesa um Samspil hér í innsendri grein okkar og   hér á bls 32 (eða 4 í sérritinu) 

Hópurinn bak við Samspil 2015 Tryggvi Thayer, Bjarndís Jónsdóttir, Hanna Rún Eiríksdóttir. Þorbjörg Þorsteinsdóttir og ég. Sólveig Jakobsdóttir og Edda Kjartansdóttir hafa líka verið okkur til halds og trausts.

Instagram

Í samspili höfum við verið að hvetja fólk til að nota Instagram í skólanum. Til dæmis til að safna myndum frá sameiginlegum viðburðum. Það aftur á móti krefst þess að finna til þess leiðir sem virka í borðtölvum. Hér geri ég tilraun til þess. Ég tók slóðina  https://instagram.com/explore/tags/samspil2015/ og setti í http://embed.ly/ , síðu sem býr til kóða til innfellingar í vefsíður.  Sýnishornið lofaði að þetta myndi líta svona út : embe-insta En….. svo var nú ekki heldur birtist bara tengilinn hér að neðan.

Svo þessi tilraun fór í vaskinn #samspil2015 * Instagram photos and videos

Það breytir því ekki að það er frábært að geta skoðað myndir eftir umræðumerki (#hashtag) með því einu að slá inn https://instagram.com/explore/tags/hashtag/ þar sem umræðumerkið sem þú vilt skoða kemur í stað orðsins „hashtag“ í slóðinni. Þetta lærði ég hjá henni Salvöru í vefmálstofu V í Samspil 2015

Upphafið að þessu var færsla frá Ingileif hún prófaði http://iconosquare.com/ en við höfðum mælt með því á Útspili, en þar þarf sá sem vill skoða að vera á Instagram til að geta séð það sem eftir umræðumerkjum

Ingileif sagði svo: „ég prófaði að lokum www.sharypic.com og náði að setja það inn í frétt á heimasíðuna og dreifa fréttinni svo til foreldra. http://www.thelamork.is/is/frettir/skolaferdalag-9.-og-10.-bekkjar-1 “

Þá vitum við það.

Viðbætur frá Bjarndísi:

Þeir hjá http://instansive.com/ eru með embed kóða (widget) sem þú getur sett á síðuna þína. Hef ekki prófað það á raunverulegri heimasíðu en það lítur mjög vel út og er notað víða. Fría útgáfan sækir myndir á Instagram einu sinni á dag, ef þú greiðir 5$ þá sækir widget-ið myndir á 5 mínútna fresti.

http://www.intagme.com/ Svo lítur þetta mjög vel út líka smile emoticon

Málþing um náttúrufræðimenntun

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 17. 18. apríl 2015.  Slík málþing hafa verið haldin að minnsta kosti þrisvar áður.

Ég var með þrjár kynningar að þessu sinni, það var nú ekki meiningin. Ætlaði bara að kynna fyrstu niðurstöður í þeim tveim rannsóknum sem ég er að vinna en var svo véluð í að tala aðeins um starfsþróun náttúrufræðikennara.

Fyrst er stór rannsókn sem ég er að vinna með Gunnhildi Óskarsdóttur og Allyson Macdonald. Við ætluðum okkur alltof mikið og féllum í þá algengu gryfju að vaða áfram og tæpa á mörgu án þess að fjalla almennilega um neitt. Það er bara svona þegar margt er áhugavert. Hér eru allavega glærurnar.

Næsta erindi mitt er eiginlega úr uppáhaldsviðfangsefninu mínu en það er að fylgjast með hvernig upplýsingatækni er nýtt í náttúrufræðikennslu og hvaða áhrif hún hefur á hvað og hvernig er kennt.  Þetta var m.a. efni doktorsritgerðar minnar svo hér nýtum við þær 73 lýsingar sem ég safnaði þá af kennslustundum með upplýsngatækni og einnig 48 lýsingar sem við Allyson söfnuðum nú í vetur.  Við greinum örlitlar breytingar, einna helst innreið spurningaleikja eins og Kahoot og Socrative, en líka ennþá meira val nemenda á vinnubrögðum, tækjum og hvernig þau vinna. Það sem okkur vantar að skoða í framhaldi af þessu er hvort það er tækjakosturinn eða kennslufræðileg sýn kennarana sem stýrir hvernig tæknin er nýtt.

Nóg um það í bili, hér eru glærurnar.

Í lokin kom ég á eftir Gunnhildi sem var búin að fara yfir hvernig kennarnámið er uppbyggt og þær leiðir sem þeir sem vilja kenna náttúrufræði á öllum skólastigum geta farið. Hugsunin var svo að eftir að kennaranámi lýkur lýkur ekki námi okkar. til að verða góður kennari þarf alltaf að vera á tánum  og kynna sér það besta hverju sinni. Það er mörgum okkar ljóst að það er mikil þörf fyrir fjölbreytt tilboð á starfsþróun, en framboðið er eki nóg það eru allskyns þættir sem hafa áhrif á það hvort og hvenær kennarar sækja starfsþróun. Um það spunnust góðar umræður þó það hafi ekki verið það sem ég ræddi. Einnig sú ágenga spurning um hvort nót sé að vera með kjörsvið til að kenna náttúrugreinar í grunnskóla, hvort það þurfi BS próf í grein. En það stangast á við þann veruleika sem við búum við í íslensku skólakerfi að kennarar þurfa að vera fjölhæfir og geta sinnt mörgu vegna stærð skólanna. Skipulag þeirra leyfir ekki mikla sérhæfingu kennara. Jæja, hér er þá síðasta glærusettið.

Svona málþing eru alltaf áhugaverð og gott að fá að ræða vinnuna sína og áhugamál við kollegana, þá þarf samt að passa að ætla sér ekki um of, velja efni af kostgæfni svo tími gefist í umræður.

Í lokin má hér sjá virkni þátttakenda á samfélagsmiðlum.