Maker spaces

Mér var boðið að taka þátt í þessu verkefni sem hófst í ársbyrjun 2017.

makey

MakEY – MAKERSPACES IN THE EARLY YEARS:

ENHANCING DIGITAL LITERACY AND CREATIVITY.

Sótt var í  Horizon 2020, MSCA-RISE-2016 áætlunina og hlaut verkefnið styrk í árslok 2016 (verkefni nr. 734720). Verkefnið mun standa yfir í 24 mánuði 2017 og 2018 og  áætlað að hlutur Háskóla Íslands sé um 40.500 evrur (um 5 milljónir á tveimur árum). Um er að ræða samstarfsverkefni fjölmargra háskóla og stofnana innan Evrópu (Bretland, Þýskaland, Finnland, Noregur, Danmörk, Ísland, Rúmenía) og utan (Ástralía, Kanada, Bandríkin, Columbia) undir forystu Sheffield University í Bretlandi. Nokkrar íslenskar stofnanir taka þátt í verkefninu (HÍ, HA, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Menntaráðgjöf/Innoent).

Vefsíða verkefnisins.

Sjá um verkefnið á vefsíðu The University of Sheffield

Gögnum er safnað með rafrænni könnun og svo eigindlegum athugunum á notkun ungra barna á nýrri tækni í sérstökum rýmum/smiðjum sem henta til nýsköpunar (maker spaces). Fræðimenn við Menntavísindasvið HÍ munu gera rannsóknir á þessu sviði hér á landi og kynna sér sérstaklega verkefni í Þýskalandi, Bretlandi, Danmörku og Rúmeníu  í samvinnu við þarlenda skóla og stofnanir. Þátttakendur frá HÍ eru: Gísli Þorsteinsson, prófessor;  Salvör Gissurardóttir, lektor;  Svanborg R. Jónsdóttir, dósent; Svava Pétursdóttir, lektor, Torfi Hjartarson, lektor, Skúlína H. Kjartansdóttir, doktorsnemi og Sólveig Jakobsdóttir, dósent (ábyrgðarmaður f.h. Menntavísindasviðs).

Útdráttur á ensku er eftirfarandi:

This two-year project involves an international and inter-sector research and training network that focuses on the potential of makerspaces, which are specific spaces that enable creative design and the production of both digital and non-digital artefacts, to foster the digital literacy and creative skills of young children. A key aim of the project is to inform educational policy and practice in this area, enabling formal learning institutions (early years settings and primary schools) to learn from practice in non-formal learning spaces, and vice-versa, and also to foster innovation and entrepreneurship in the makerspace sector, enabling SMEs to develop robust business models and appropriate resources for future work in this area. The project involves 16 academic and non-academic beneficiaries and 10 non-academic, non-beneficiary partners across 6 EU countries (Denmark, Finland, Iceland, Norway, Romania, UK), an Associated Country (Colombia) and 4 Third Countries (Australia, Canada, South Africa and USA). This global network of university scholars, cultural industry partners in makerspaces, early years practitioners, museum educators and librarians will engage in a collaborative research and training programme that addresses 4 objectives, which are to: 1. Conduct a comprehensive review of the role of makerspaces in the formal and non-formal educational experiences of children and young people. 2. Undertake empirical research to determine how makerspaces can foster the digital literacy and creativity skills and knowledge of young children. 3. Develop a conceptual framework for analysing young children’s engagement in makerspaces. 4. Make recommendations for policy and practice that will foster innovation and entrepreneurship in SME makerspaces and facilitate the use of makerspaces for enhancing digital literacy in early childhood educational institutions and non-formal learning spaces. 

Auglýsingar