Skólastofa framtíðarinnar

Ég sit í vinnuhóp um kennslurými á Menntavísindasviði. Markmiðið er að innrétta eina stofu með nýjustu tækni sem styður við það blandaða nám sem fram fer hjá okkur.  Það er að geta varpað út kennslustundum og/eða tekið þær upp með góðum gæðum og vandræðalaust. Stofan yrði innréttuð til að styðja við þær eknnsluaðferðir sem við styðjumst mest við sem eru alls kyns umræður og hópavinna svo við viljum færanleg húsgögn, skjái til að vinna á og deila með öðrum og möguleika að rauntíma samvinnu við fjarnema. Stórar óskir, en allt sem er hægt og mögulegt.

h207_tillaga2016

Fulltrúar í starfshópi eru:
Anna Kristín Sigurðardóttir, formaður starfshóps
Áslaug Björk Eggertsdóttir, verkefnisstjóri Menntasmiðju
Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, Uppeldis- og menntunarfræðideild
Jónína Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi nemenda
Kristín Lilliendahl, Íþrótta-, tómstunda-, og þroskaþjálfadeild
Svava Pétursdóttir, Kennaradeild
Tryggvi Thayer, verkefnastjóri Menntamiðju
Skúlína Hlíf Kjartansdóttir Doktorsnemi

 

Safn af tenglum um kennslustofur og kennslurými.

Safn af tenglum frá BETT 2017 þar sem við skoðuðum tækni og húsgögn auk þess að heimsækja háskóla.

Auglýsingar