Selfie for teachers

22. og 23. febrúar fór ég í skottúr til Brussel með Hildi Ástu frá Mixtúru á vinnufund um  #SelfieForTeachers hjá  European Commission .


#SelfieForTeachers er spurningalisti gerður til að styðja við ígrundum kennara um stafræna hæfni sína. Verkfærið er frá teymi sérfræðinga á vegum European Commission  með það að markmiðið að efla nám á stafrænni öld. Allt um það hér https://education.ec.europa.eu/selfie-for-teachers

Halda áfram að lesa

Stafræn borgaravitund

Ég hef ekki mikið skrifað um vinnu mína varðandi stafræna borgaravitund. Bara kannski ekki neitt.

En undanfarin ár hef ég borið titilinn „digital citizenship education promoter“ eða talsamaður um menntun um stafræna borgaravitund, en greinilega ekki staðið mig!
Þetta þýðir að ég starfa með netverki á vegum Evrópuráðsins, skipuð af mennta- og barnamálaráðuneyti. Sjá lista yfir talsmenn https://www.coe.int/en/web/digital-citizenship-education/promoters . 


Þar er unnið er að menntun um stafræna borgaravitund og eflingu menntunar um stafræna borgaravitund almennt undir handleiðslu ýmissa sérfræðinga. Gefin hefur verið út ítarleg handbók og skilgreind 10 svið stafrænnar borgaravitundar. Hér er gróf þýðing Sjá um verkefnið https://www.coe.int/en/web/digital-citizenship-education .

Halda áfram að lesa